*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 13. nóvember 2018 09:17

Víglundur Þorsteinsson látinn

Víglundur Þorsteinsson, varaformaður stjórnar Eimskip, er látinn 75 ára að aldri.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Víglundur Þorsteinsson, varaformaður stjórnar Eimskip, er látinn 75 ára að aldri. Víglundur var umsvifamikill í íslensku atvinnulífi og var um árabil framkvæmdastjóri BM Vallár,

Hann var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins frá 1970 til 1971 og bæjarfulltrúi flokksins á Seltjarnarnesi frá 1974 til 1978. Víglundur var lengi í forystu ýmissa samtaka atvinnurekenda. Hann formaður Félags íslenskra iðnrekenda frá 1982 til 1991 auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins frá 1984 til 1998.