*

sunnudagur, 24. september 2017
Innlent 24. ágúst 2012 15:02

Víglundur vill að FME rannsaki yfirtökuna á BM Vallá

Víglundur Þorsteinsson segir að deildir innan Arion banka hafa verið ósammála um fjárhagslega endurskipulagningu BM Vallár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi BM Vallár, hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) hefji formlega rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin með gjaldþroti BM Vallár og yfirtöku kröfuhafa á félaginu.

Hann hefur sent Unni Gunnarsdóttur, forstjóra FME, bréf þessa efnis. 

Rök Víglundar sem reifuð eru í bréfinu eru á sömu nótum og þeim sem hann kynnti á blaðamannafundi um málið í vikubyrjun, þ.e. að Arion banki og skilanefnd Kaupþings hafi unnið þvert á úrskurði FME og brotið gegn hagsmunum viðskiptavina. 

Víglundur segir m.a. í bréfinu, að lengi hafi verið á kreiki orðrómur sem sér hafi borist til eyrna frá starfsmönnum innan úr bankanum sem og öðrum haft eftir sömu aðilum, að á árinu 2009 hafi verið í gangi vinna í þeirri deild sem annaðist fjárhagslega endurskipulagningu í bankanum um að yfirtaka félagið.

„Það veit ég fyrir víst að um B.M. Vallá hf. stóð togstreita milli þeirra deildar og fyrirtækjasviðs bankans sem vildi vinna með okkur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.“

Ítarlega er fjallað um mál Víglundar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild sinni hér að ofan undir liðnum Tölublöð.