Markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq hækkaði um 0,47%, Dow Jones um 0,74% og Standard & Poor's um 0,75%.

Það voru fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkun dagsins. Tilkynnt var í morgun að svissneski bankinn UBS myndi að öllum líkindum afskrifa um 10 milljarða á næstunni. Hins vegar bárust fréttir að því að fjárfestar myndu kaupa skuldabréf upp á 11,5 hálfan milljarð bandaríkjadala í bankanum. Fjárfestarnir sem um ræðir eru opinber fjárfestingarsjóður Singapúr annars vegar en ekki var gefið upp hver hinn var. WSJ telur líklegt að þarna séu þó á ferðinni fjárfestar frá Abu Dhabi sem nýlega keyptu hlutafé í Citigroup bankanum upp á 7,5 milljarð bandaríkjadala.

MacDonald hækkaði einnig töluvert en sölutölur frá nóvember hafa sjaldan verið betri. Salan hefur aukist um 8,9% á árinu og er umfram væntingar.

Einnig ríkir nokkur eftirvænting eftir ákvörðu bandaríska seðlabankans um stýrvaxtalækkun. Stjórn bankans mun funda í vikunni og þá verður tilkynnt hvort stýrirvextir verði lækkaðir. Bloomberg.com greinir frá því að flestir búast við lækkun upp á 25 stig þannig að stýrivextir lækki úr 4,5% í 4,25%. Aðrir búast við lækkun um 50 stig.