Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,02% í 1,8 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.686,48 stigum.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig, eða um 0,08% í 3,9 milljarða viðskiptum en hún stendur nú í 1.259,67 stigum.

N1 og Sjóvá lækkuðu mest

Ekkert félag hækkaði í verði í kauphöllinni í dag, en mesta lækkunin var á gengi bréfa N1 og Sjóvá-Almennra trygginga.

Lækkaði gengi bréfa N1 um 2,54% í 120 milljón króna viðskiptum og stendur það nú í 115,00 krónum.

Gengi Sjóvá-Almennra lækkaði svo um 2,47% í 97 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 17,75 krínur.

Mest viðskipti voru svo með bréf Reita fasteignafélags eða fyrir 252 milljónir en gengi bréfa þess lækkaði um 0,75% niður í 93,20 krónur hvert bréf.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 1,1% í dag í 1,8 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 3,2 milljarða viðskiptum.