Vikan sem leið var sú fyrsta í sjö vikur þar sem hlutabréf hækkuðu almennt en það voru fyrst og fremst vöruflutningar og söluvörur sem leiddu hækkun vikunnar. Verð í vöruflutningum hefur hækkað auk þess sem ýmiss hráefni hafa  lækkað í verði og orsakar það lægri framleiðslukostnað.

MSCI Asia Pacific vísitalan hækkaði um 2,8% í vikunni. Vísitalan hefur engu að síður lækkaðu um 8,3% á árinu en vikan sem leið hægði á þeirri lækkun. Þetta var einnig mesta hækkun vísitölunnar á þremur vikum en í vikunni var tilkynnt að hagvöxtur í Japan hefði verið 3,7% á fjórða ársfjórðungi 2007.

Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 4,7% í vikunni og mesta hækkunin varð í Singapúr þar sem vísitalan hækkaði um 5,3%.

China Shipping Development og BHP Billiton hafa ekki hækkað jafn mikið frá því í ágúst síðastliðnum auk þess sem sjónvarpsframleiðandinn Pioneer tók flugið í vikunni og hækkaði um 39%. Pioneer hefur ekki hækkað jafn mikið á einni viku frá árinu 1984 að sögn Bloomberg fréttaveitunnar. Þetta gerist einnig í framhaldi að því að smásöluverslun jókst óvænt í Bandaríkjunum.

China Shipping Development er stærsti olíuflytjandi Kína og hækkaði um 25% í vikunni. Fyrirtækið tilkynnti um hækkun á verðskrá sinni og þykir það gefa til kynna frekari eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins. Mitsui O.S.K. Lines næst stærsta sjóflutningsfyrirtæki Japans hækkaðu um 20% í vikunni eftir að hafa einnig tilkynnt um hækkun á verðskrá.

Viðmælandi Bloomberg segir að Kínverjar kaupi nú meira hráefni en áður, t.a.m. kol, og því sé þörf á fleiri skipum til að flytja hráefni.

Þá hækkaði BHP, stærsta námufyrirtæki heims og stærsti olíuframleiðandinn í Ástralíu um 8,7% sem er mesta hækkun á einni viku frá því í ágúst. Rio Trinto hækkaði um 9,7% í vikunni eftir að hafa kynnt betri ársreikning er búist var við.

Fjármálafyrirtæki lækkuðu þó í vikunni. Macquarie, stærsta verðbréfafyrirtæki Ástralíu lækkaði um 11% og Mitsui Sumitomo, næst stærsta verðbréfafyrirtæki Japans lækkaði um 3%.

Áhyggur af frekari hjöðnun á fjármálamörkuðum eru talin orsök lækkunarinnar.