Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,74% milli daga. Hún stendur því nú í 1.704,27 stigum. Heildarvelta Aðalmarkaðar nam 2,4 milljörðum.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði einnig um 0,04% frá því í gær og stendur hún 1.182,48 stigum, heildarvelta skuldabréfa nam 1,3 milljörðum.

Marel og Reitir lækka

Ekkert félag hækkaði í kauphöllinni í dag, lækkuðu mörg þeirra eða stóðu í stað. Mesta lækkunin hlutfallslega var hjá Marel hf, eða um 1,58%, í 154 milljóna viðskiptum. Fæst hvert bréf hjá Marel nú á 249,00 krónur.

Reitir fasteignafélag lækkaði um 0,95% í 154 milljóna viðskiptum. Hver hlutur í félaginu fæst nú á 83,80 krónur.

Mest viðskipti voru með bréf frá Icelandir Group h.f. Þó lækkaði vísitala Icelandair Group um 0,19%. Heildarviðskipti með hlutabréf í Icelandair voru að andvirði 1,7 milljarða króna. Fæst hvert bréf í félaginu nú á  26,85 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,8% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 6 milljóna króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 1,2 milljarða viðskiptum.