*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Fólk 15. janúar 2019 11:49

Vilborg Helga ráðin forstjóri Já

Nýr forstjóri Já, Vilborg Helga Harðardóttir, tekur við af Sigríði Margréti Oddsdóttur sem tekur sæti í stjórn Já.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vilborg Helga Harðardóttir hefur verið ráðin forstjóri Já hf. Vilborg Helga mun taka við stöðu forstjóra félagsins af Sigríði Margréti Oddsdóttur sem hefur óskað eftir að láta af störfum. Breytingarnar taka gildi þann 1. febrúar næstkomandi en þá mun Sigríður jafnframt taka sæti í stjórn Já.

Vilborg Helga hefur þrettán ára reynslu af störfum fyrir félög innan samstæðu Já og hefur starfað sem  rekstrarstjóri Já frá því í júní 2017. Hún er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur reynslu af störfum á fjármálamarkaði.   

Afhendir keflið glöð
„Félagið vinnur samkvæmt skýrri stefnu og sinnir einnig mikilli nýsköpun og þróunarvinnu. Hjá félaginu starfar öflugur hópur starfsfólks, sem um þessar mundir er að vinna að mörgum spennandi viðskiptatækifærum. Ég hlakka mikið til framtíðarinnar í þessu nýju hlutverki hjá Já,“ segir Vilborg Helga, verðandi forstjóri Já.

„Já er framúrskarandi fyrirtæki með einstaka menningu og mikla tæknihæfni, tvennt sem ég tel ómissandi fyrir árangursrík fyrirtæki í dag.  Ég mun eiga áfram hlutinn minn  í félaginu og vinna áfram að hag þess en með öðrum hætti,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fráfarandi forstjóri Já. „Ég mun því afhenda glöð keflið til Vilborgar. Ég ásamt öðrum í stjórn félagsins munum styðja hana og allt okkar góða fólk við áframhaldandi uppbyggingu þess.“

Um Já
Já hf. er rekstrar- og móðurfélag fjölmargra vörumerkja og fyrirtækja á sviði upplýsingatækni á Íslandi. Vörumerkin sem heyra undir samstæðuna eru: Já.is, upplýsingavefur, app og númer, Gallup á Íslandi, sem er leiðandi á sviði markaðsrannsókna, Leggja, sem er greiðslulausn fyrir bílastæðagjöld og Markaðsgreining, sem veitir upplýsingar um sölutölur á smásölumarkaði á Íslandi.

Hjá félaginu eru um 115 starfsmenn í 75 stöðugildum. Félagið var stofnað árið 2005 og hefur verið á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki allt frá því að listinn var fyrst gefinn út segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim