Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að 40 til 50 milljarða útgjaldaaukning hafi ítrekað verið sett fram í viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi og Viðreisnar í viðtali við mbl.is .

Hafi mikill fjöldi hugmynda um skattbreytingar verið nefndar sem mögulegar tekjuöflunarleiðir, þar á meðal auðlegðarskattur, nýtt skattþrep á hæstu tekjur, hærra fjármagnstekjuskattþrep, hærri virðisaukaskattur á ferðaþjónstu sem og aðrar skattahugmyndir á ferðaþjónustuna sjálfa.

„Mat manna var á endanum að það væru hverfandi líkur á að við gætum náð saman um svo umfangsmikla útgjaldaaukningu og svo miklar skattahækkanir,“ segir Þorsteinn.

„...það var ekkert launungamál að þó að allir flokkarnir væru samstíga um að leggja aukna áherslu á velferðarútgjöldin voru fjármögnunarleiðirnar afar ólíkar.“