*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 19. október 2017 18:49

Vildu rússneskt lyfjafyrirtæki í þrot

Alvogen fór fram á gjaldþrotaskipti yfir rússnesku lyfjafyrirtæki vegna vanskila.

Ritstjórn
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.
Aðsend mynd

Íslenska lyfjafyrirtækið Alvogen fór fram á gjaldþrotaskipti yfir rússneska lyfjafyrirtækinu ZAO Rosta í síðasta mánuði. Samkvæmt fréttaflutningi rússneskra fjölmiðla skuldaði fyrirtækið Alvogen 44,84 milljónir rúblna, jafnvirði tæplega 83 milljóna íslenskra króna.

Alvogen féll hins vegar frá gjaldþrotaskiptabeiðninni 18. september. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, segir að krafan hafi verið gerð vegna gjaldfallna reikninga ZAO Rosta en búið sé að gera upp skuldina. Þá hafi vanskil ZAO Rosta ekki verið mikil í samhengi við umsvif Alvogen á hinum rússneska markaði. „Rússland er hópi stærstu markaða Alvogen og þar höfum við vaxið hratt og vel síðustu ár,“ segir Halldór.

 ZAO Rosta í miklum fjárhagsvandræðum Einnig er greint frá því í rússneskum fjölmiðlum að þetta sé í annað sinn sem ZAO Rosta eigi í erfiðleikum með að greiða skuld við Alvogen. Í maí hafi jafnhá skuld ZAO Rosta við Alvogen vegna vanskila í tengslum við vörur sem afhentar voru árið 2015 verið gert upp.ZAO Rosta er sagt eiga í miklum rekstarvandræðum.

Rosta í miklum fjárhagsvandræðum

Fyrirtækið hafi samtals á þessu ári verið krafið um 6 milljarða rúblna, um 11 milljarða íslenskra króna vegna vanskila, en velta fyrirtækisins hafi numið um 49 milljörð­ um rússneskra rúblna á síðasta ári, um 90 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt heimasíðu ZAO Rosta rekur fyrirtækið yfir 1.100 apó­tek í Rússlandi auk þess að framleiða lyf og reka lyfjaheildsölu í 28 útibúum víða um Rússland.

Fleiri aðilar eru sagðir hafa farið fram á gjaldþrot ZAO Rosta. Þannig hafi að minnsta þrír aðilar fyrir utan Alvogen lagt fram gjaldþrotabeiðni á hendur ZAO Rosta, meðal annars rússneski bankinn OTP og fyrirtækið Altay Vitamin sem starfi í heilbrigðisgeiranum í Rússlandi.

Þá hafi bandaríski lyfjarisinn Johnson & Johnson í ágúst fengið samþykkta kröfu gagnvart ZAO Rosta fyrir rússneskum dómstólum upp á einn milljarða rú­blna, um 1.850 milljónir íslenskra króna. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim