*

mánudagur, 21. janúar 2019
Erlent 8. maí 2014 18:26

Vilja að milljarður manna noti Oculus Rift

Það gæti orðið mögnuð upplifun að leika við fleiri með græjuna frá Oculus á hausnum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Höfundar Oculus Rift, höfuðtólsins sem býr yfir sýndarveruleikatækni, vilja að milljarður manna geti notað búnaðinn til að leika fjölspilaraleik. Þetta segir Brendan Iribe, forstjóri Oculus. Hann telur þó að það muni taka langan tíma að gera þessi áform að veruleika.

Hann er engu að síður bjartsýnn á að Facebook geti tekist þetta. Fyrirtækið keypti nefnilega Oculus Rift fyrir tvo milljarða dala, jafnvirði rúmra 220 milljarða íslenskra króna. 

Netmiðillinn Leikjafréttir hefur fjallað nokkuð um kaup Facebook á Oculus Rift og rifjar upp að kaupi hafi verið gagnrýnd harðlega í netheimum, ekki síst fyrir þær sakir að dregið væri efa að Facebook muni viðhalda þeirri sjálfstæðu stefnu sem tíðkaðist hjá Oculus.

Stikkorð: Oculus Oculus Rift