Stofnfundur félagsins „Konur í orkumálum“ verður á dag klukkan 16.30 í Norðurljósasal Hörpunnar.

Á fundinum verða flutt tvö erindi um orkumál, annars vegar Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, og hins vegar Margrétar Arnardótttur, verkefnisstjóra vindmylla hjá Landsvirkjun, en auk þeirra flytur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra ávarp á fundinum.

Að sögn Auðar Nönnu Baldvinsdóttur sem situr í stjórn félagsins er því fyrst og fremst ætlað að efla tengslanet kvenna í orkugeiranum og að skapa umræðuvettvang. Hún bætir því við að útlit sé fyrir að yfir 100 konur muni sækja stofnfundinn.