*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 8. febrúar 2018 13:05

Vilja endurskilgreina lágskattaríki

Píratar vilja víkka út skilgreiningu á lágskattaríkjum og að lagt verði á sérstakt eftirlitsgjald vegna eignarhlutdeildar í lögaðilum í lágskattaríkjum.

Ritstjórn
Smári McCarthy er flutningsmaður tillögunnar.
Haraldur Guðjónsson

Allir þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem snýr að útvíkkun á skilgreiningu lágskattaríkis. Tillaga Pírata er í fjórum liðum.

Í fyrsta lagi leggja Píratar til að skilgreining á á lágskattaríki verði víkkuð út þannig hún verði ekki bundin við svæði þar sem tekjuskattur af hagnaði aðila er tveir þriðju hlutar þess skatts sem hefði verið lagður á hér á landi heldur taki einnig til svæða sem veita íslenskum stjórnvöldum ekki nauðsynlegar upplýsingar fyrir framkvæmd skattalöggjafar.

Í öðru lagi er lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra birti lista yfir ríki og lögsagnarumdæmi sem líkleg eru til að falla undir skilgreiningu á lágskattaríki.

Í þriðja lagi leggja Píratar til tilkynningarskylda til skattyfirvalda um beina og óbeina eignarhluteild í lögaðilum á lagskattaríkjum verði lögð á. 

Í fjórða lagi leggja þeir til að greitt skuli sérstakt eftirlitsgjald í ríkissjóð vegna beinnar og óbeinnar eignarhlutdeildar í lögaðilum í lágskattaríkjum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim