*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Erlent 13. ágúst 2017 09:46

Vilja færa Brexit á næsta stig

Bresk yfirvöld segjast reiðubúin að halda áfram á næsta stig viðræðna um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu.

Ritstjórn
epa

Bretar hafa sent frá sér þau skilaboða að yfirvöld séu reiðubúin að halda áfram á næsta stig viðræðna um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. Vilja þeir nú fara að ákvarða hvernig framtíðarsamskiptum, m.a. í viðskiptum, verður hagað við aðrar Evrópuþjóðir. 

Viðræður um útgönguna hafa gengið hægt en bresk yfirvöld hafa sent frá yfirlýsingu þar sem þau segja að þau voni hægt verði hefjast handa við viðræður um framtíðar viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið ekki síðar en í október. 

Það hversu hægt samningaviðræður hafa gengið veldur áhyggjum um að ekki náist að klára ferlið fyrir mars 2019, eins og áætlað var. Yfirmaður samninganefndar Evrópusambandsins, Michel Barnier, hefur einnig varað við því að seinagangurinn gæti valdið því að ekki verði unnt að ræða og semja um framtíðar viðskiptasamninga Breta við aðrar Evrópuþjóðir á leiðtogafundinum í október. 

Stikkorð: Brexit