*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 12. júlí 2017 08:13

Vilja fara sænsku leiðina

Forstöðumaður Nasdaq Iceland hvetur til þess að hér verði teknir upp skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa almennings.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Magnús Harðarson forstöðumaður íslensku kauphallarinnar, Nasdaq Iceland, segir að beinn eignarhlutur einstaklinga í markaðsvirði kauphallarinnar sé nú einungis 4% hér á landi. Hins vegar var eignarhluturinn á bilinu 11 til 17% á árunum 2002 til 2007, það er árunum fyrir hrun.

Magnús segir mikilvægt að almenningur taki þátt í hlutabréfamarkaðnum að því er Morgunblaðið greinir frá og vill hann að horft sé til erlendrar fyrirmyndar í þeim efnum. „Við höfum verið að líta til sænskrar leiðar sem var farin þarlendis til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði,“ segir Magnús.

Um er að ræða skattalegan hvata til hluabréfakaupa, sem almenningur hefur verið duglegur að nýta þar í Svíþjóð. Hafa 1,8 milljónir Svía fjárfest fyrir 450 milljarða sænskra króna frá árinu 2012 á hlutabréfamarkaði þar í landi.