*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 10. nóvember 2012 14:05

Vilja fella niður fitu- og sykurskatt

Danir vilja ólmir losna við skatt sem var lagður á matvæli sem innihalda mikinn sykur og fitu.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Stefnt er á að fella úr gildi skatt á matvæli sem innihalda mikinn sykur og fitu í Danmörku. Vinna stendur nú yfir við fjárlagafrumvarpið sem verður kynnt innan skamms. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins í dag. 

Holger Nielsen, segir í dagblaðinu Politiken, að ófyrirséður stjórnsýslukostnaður fylgi slíkri skattinnheimtu og árangurinn af henni sé því hverfandi. Skatturinn var lagður á fyrir rúmu ári síðan til þess að bæta lýðheilsu landsmanna. Danir brugðust þá við með því að kaupa feitan og sykraðan mat í magninnkaupum. 

Stikkorð: Sykurskattur