Fjárfestarnir Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson hafa lofað fimm milljónum dollara eða því sem jafngildir 575 milljónum til fjármögnunar á kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í DV .

Með þessari fjárfestingu kæmu þeir til með að eignast 4,3% hlut í verkefninu. Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson eru meðfjárfestar Björgólfs Thors Björgólfssonar í breska fjárfestingarfélaginu Novator Partners, en Björgólfur tekur ekki þátt í fjárfestingunni samkvæmt heimildum DV. Félög tengd Novator koma heldur ekki að fjármögnun verksmiðju Thorsil.

Andri og Birgir Már fjárfesta hins vegar í félaginu á eigin vegum samkvæmt heimildum DV. Núverandi eigendur Thorsils eru Northsil ehf. með 61% eignarhlut og Strokkur Silicon ehf með 39%.