Hópur manna, tengdur Framsóknarflokknum, vinnur að því að kanna grundvöll fyrir forsetaframboði Guðna Ágústssonar, fyrrverandi formanns flokksins.

Í frétt DV segir að hópurinn hafi verið í sambandi við vel tengda einstaklinga víða um land og beðið þá að taka púlsinn á íbúum kjördæmanna gagnvart þeirri hugmynd. Forsprakki hópsins segir Guðna vita af þessari vinnu en sjálfur þvertekur Guðni fyrir að svo sé.

„Við erum að skoða þetta, sem áhugamenn um þá lausn. Við erum að taka púlsinn í kringum landið hjá fólki sem við vitum að er vel tengt og hef hefur gott nef fyrir pólitík. Og við höfum mætt frekar jákvæðum viðhorfum,“ segir Gestur Valgarðsson, verkfræðingur og fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Kópavogs, aðspurður um málið en hann fer fyrir þessum hópi stuðningsmanna Guðna sem vildu gjarnan sjá hann taka slaginn.