föstudagur, 29. apríl 2016
Innlent 2. desember 2012 08:43

Vilja kaupa 12-16 nýjar vélar í flota Icelandair

Verði tekin ákvörðun um að kaupa vélar kann fjárfestingin að nema hátt í 100 milljörðum króna á núvirði. Stjórnin nálgast niðurstöðu.

Gísli Freyr Valdórsson
Boeing 757-200 vélar í eigu Icelandair í hlaði á Keflavíkurflugvelli.
Gísli Freyr Valdórsson

Stjórn Icelandair Group mun á næstu vikum taka ákvörðun um flotamál samstæðunnar. Ef stjórnin tekur ákvörðun um að bæta nýjum flugvélum í flota félagsins verður hér um eina stærstu fjárfestingarákvörðun íslensks fyrirtækis að ræða á seinni árum, í það minnsta ef horft er til kaupa á atvinnutækjum.

Sérstök flotanefnd á vegum samstæðunnar átti í viðræðum við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing sem og evrópska framleiðandann Airbus. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa viðræðurnar miðast við kaup á 12 nýjum vélum, auk kaupréttar á 12 vélum til viðbótar. Þó hafa verið ræddar hugmyndir um kaup á 16 vélum og kauprétt á átta vélum, en samkvæmt heimildum blaðsins miðast ákvörðunin við kaup á 12 vélum.

Það er rétt að taka fram að það er töluverður munur á staðfestum kaupum annars vegar (e. firm order) og kauprétti (e. option) hins vegar, þar sem þeim fylgir lítil sem engin skuldbinding og flugfélög hafa töluverðan tíma til að falla frá þeim kjósi þau svo. Hér er því réttara að tala um kaup á 12-16 vélum en ekki 24 vélum.

 

Nánar er fjallað um mögulegar flugvélafjárfestingar Icelandair Group í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.