Borgaryfirvöld í New York hefur uppi áform um að leggja 10 senta skatt á alla þá sem kaupa sér plast- eða pappírskaupa undir vörum í verslunum. Tillögur þessa efnis voru kynntar í borgarstjórn New York í gær, samkvæmt umfjöllun bandarísku fréttastofunnar CBS .

Með skattlagningunni er horft til þess að auka notkun margnota poka og stemma þannig stigu við ruslapokum sem sjá megi fjúka vítt og breitt um borgina.

Íbúar í New York nota 5,2 milljarða plastpoka á ári hverju og kostar urðun þeirra borgaryfirvöld 10 milljónir dala.