Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, hefur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að bankinn hafi ályktað um að leita leiða til þess að hætta að prenta og stöðva umferð á 500 evru seðlum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrir stuttu síðan hafa stórir seðlar verið gagnrýndir af fyrrverandi bankastjóra Standard Chartered. Hann telur seðla með hátt nafnverð vera skaðlega fyrir efnahag heimsins.

Að mati Peter Sands, bankastjóranum fyrrverandi, eru seðlar af slíku tagi aðeins til ama. Þeir henta engum nema þeim sem vilja borga svart, og glæpamönnum.

Í ályktun Evrópubankans segir að verið sé að skoða hvað væri hægt að gera við þessari stöðu mála. Fyrir seðlabankanum væri stöðvun umferðar seðilsins leið til þess að berjast gegn peningaþvætti.