Meðlimir fjárfestasamtaka sem ganga undir nafninu SumOfUs, vilja losna við Mark Zuckerberg úr stjórn Facebook. Þetta kemur fram á vef VentureBeat.

Samtökin telja fyrirtækið þurfa á óháðum fulltrúa að halda, sem geti beitt sér fyrir fjárfestavænni ákvörðunum innan fyrirtækisins.

Aðilar samtakanna vinna reglulega að því að þrýsta á fyrirtæki á markaði, en þá hafa samtökin oftast beitt sér fyrir málefnum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.

Um 333.000 aðilar hafa kvittað á undirskriftalista á netinu, en aðeins 1.500 þeirra eru hluthafar í fyrirtækinu. Facebook hefur ekki enn sent frá sér tilkynningu varðandi málið.