Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands skorar á stjórnvöld að endurskoða samning við Norðmenn um hlutdeild þeirra í loðnuveiðum á Íslandsmiðum.

Segir stjórnin í fréttatilkynningu það ekki ásættanlegt að Íslendingar fái einungis fimmtungshlut af 57 þúsund tonna úthlutuðum loðnukvóta vegna þess að allar aðstæður hafi breyst síðan þá.

„Á fundi stjórnar FFSÍ s.l. föstudag var samþykkt að skora á stjórnvöld að taka nú þegar upp viðræður við norsk yfirvöld um breytingar á ákvæðum samnings landanna um hlutdeild norðmanna varðandi heimildir norskra skipa til loðnuveið á Íslandsmiðum.

Frá því að samningurinn var gerður hafa allar aðstæður  gjörbreyttst og við blasir að tímabært er að endurskoða forsendur samnings sem gerður var þegar ástand loðnustofnsins var gott og veidd voru mörghundruð þúsund tonn.

Ísland fær nú einungis 20 % í sinn hlut af þeim 57 þúsund tonnum sem  úthlutað er í ár sem við blasir að er engan veginn ásættanlegt.