Viðskiptaráð fagnar í umsögn sinni þingsályktunartillögu um sölu ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfestingu í innviðum en hefur þó ýmislegt við hana að athuga.

Í athugasemdum sínum segir ráðið að afmarka ætti þó verkefni þriggja manna starfshópsins skipa eigi við að fara yfir eignir ríkissjóðs með heildrænum hætti, leggja mat á hvaða eignir henti best til sölu og hvernig sé best að haga þeirri sölu.

Undanskildir yrðu þá þau verkefni sem ályktunin felur hópnum við að taka tillit til fjárfestingarþarfar í innviðum eða taka afstöðu til þess hvernig fjármunum af sölunni yrði ráðstafað, og vísar ráðið þar til fjármálastefnu ríkisins.

Í fjármálastefnunni er nefnilega tekið skýrt fram að allar tekjur sem skapist með sölu eigna í eigu ríkissjóðs skuli ráðstafað til niðurgreiðslu skulda.

Draga úr umboðsvanda og sóun

Viðskiptaráð áætlar að mögulegt ætti að vera að selja að minnsta kosti 196 þúsund fermetra af þeim 880 þúsund fermetrum sem Ríkiseignir séu í fasteignasafni ríkisins, eða um 22% af heildareignunum.

Rök Viðskiptaráðs fyrir slíkri sölu er að með þessum eignum séu skattgreiðendur gerðir ábyrgir fyrir áhættusömum rekstri á eignunum, því almenningur bæri ábyrgð á tjóni vegna skaða eða verðlækkana.

Einnig að reksturinn sé óhagkvæmur, meðal annars vegna þess umboðsvanda sem skapast vegna fjarlægðar eigandans, almennings, frá eignunum sjálfum.

Að lokum bendir ráðið á hagsmunaárekstra sem koma til með opinberum fasteignarekstri, því þannig leigir ríkið sjálfu sér húsnæði sem geti leitt til þess að leiguverð endurspegli ekki raunverulegt verðmæti fasteignanna sem umræðir. Það leiði til sóunar.