Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni eru eigendur SoundCloud að íhuga sölu. Orðrómur er um að félagið myndi fara á allt að milljarð Bandaríkjadala. Doughty Hanson & co., aðalfjárfestar fyrirtækisins, eru samkvæmt fréttaveitunni að leitast eftir fyrirtæki sem gæti leitt söluna.

Spennandi verður að sjá hvort félagið finni kaupendur sem verða tilbúnir að greiða milljarð fyrir fyrirtækið. Í júní tóku þeir við 70 milljón dollara fjárfestingu frá Twitter.

Alls eru 175 milljón einstaklingar sem nota tónlistarsíðuna. Tekjur félagsins hafa þó verið takmarkaðar, en fyrirtækið er sífellt að leita nýrra leiða til þess að skapa tekjur.