Scott Morrison, fjármálaráðherra Ástralíu, hefur kynnt til leiks ný fjárlög sem gera ráð fyrir aukinni skattlagningu á fimm stærstu banka landsins. Fari lögin í gegn munu bankarnir byrja að greiða hærri skatta frá og með júlí.

Verkamannaflokkurinn styður tillögur Morrison þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Morrison telur að ríkið geti aflað sér um 6,2 milljörðum dala á næstu fjórum árum með því að hækka þessa skatta.

Formaður áströlsku bankasamtakanna sagði umræddan skatt koma á kostnað starfa og hagvaxtar.