Mikil ólga kraumar nú undir í starfi stjórnmálaflokka þegar tími landsfunda, uppstillinga, prófkjara og svo kosninga gengur í garð.

Gagnrýni á áframhaldandi setu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur þegar komið upp á yfirborðið. Málið er bara að hún hefur sterka stöðu því enginn augljós eftirmaður er í augsýn.

Stuðningsmenn Vinstri grænna vilja margir líka skipta kallinum í brúnni út. En þeir  eru ekki eins gagnrýnir á Steingrím J. Sigfússon heldur fara fínlegar í hlutina. Þannig tala þeir frekar um að nú sé rétti tíminn fyrir Steingrím að stíga til hliðar því hann hafi áorkað svo miklu.

Í þeim flokki eru fleiri sem gætu léttilega tekið við af núverandi formanni. Katrín Jakobsdóttir er augljós kostur en fleiri koma til greina.