Bandarískir fjárfestingarsjóðir sem keyptu íslensk ríkisskuldabréf í kjölfar bankahrunsins, undirbúa nú málsókn gegn íslenska ríkinu.

Sjóðirnir Eaton Vance og Autonomy Capital keyptu íslensk ríkisskuldabréf árið 2008. Sjóðirnir telja yfirvöld og Seðlabanka Íslands hafa brotið á sér og öðrum fjárfestum með seinasta haftafrumvarpi. Frumvarpið setti aflandskrónueigendum afarkosti. Þeir gátu annaðhvort tekið tilboði Seðlabankans eða farið aftast í röðina út úr höftunum.

Eaton Vance og Autonomy Capital hafa beðið héraðsdóm um að skipa sérfræðinga til þess að kanna lögmæti frumvarpsins. Þeir telja það brjóta á stjórnarskrá Íslands. Að þeirra mati er það óskiljanlegt að ekki sé hægt að fá greitt fyrir krónurnar á markaðsverði.

Samkvæmt Bloomberg.com, er Pétur Örn Sverrisson einn margra lögfræðinga sem vinna að málinu fyrir sjóðina tvo.