Þingmenn Pírata hafa lagt fram tvö frumvörp til breytinga á kosningalögum, þó er annað frumvarpið einungis lagt fram af þingmönnum flokksins á höfuðborgarsvæðinu, að Ástu Guðrúnu Helgadóttur undanskilinni en hitt nýtur liðsinnis þingmanna Samfylkingar

Frumvarpið sem þau Viktor Orri Valgarðsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Leví Gunnarsdóttir, Smári McCarthy, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jón Þór Ólafsson lögðu fram snýst um atkvæðavægi kjördæma, en þau eru öll þingmenn flokksins á höfuðborgarsvæðinu.

Landsbygðin myndi missa vægi

Samkvæmt frumvarpinu myndi Norðvesturkjördæmi missa tvö þingsæti, eitt kjördæmakjörið og eitt jöfnunarsæti og ekki vera með neitt jöfnunarsæti.

Önnur kjördæmi myndu halda jöfnunarsætum, Norðausturkjördæmi færi í 8, en er með 10 nú, Suðurkjördæmi færi úr 10 í 9, en síðan myndu kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu bæta við sig.

Fimm þingsæti til viðbótar í höfuðborgina

Þannig færi Suðvesturkjrödæmi úr 13 í 16 þingsæti, Reykjavík norður færi úr 11 í 12 og sama á við um Reykjavíkurkjördæmi suður, sem færi úr 11 í 12.

Hitt frumvarpið sem einnig er lagt fram af þeim Gunnari I. Guðmundssyni, Ástu Guðrúnu og þingmönnum Samfylkingar, Loga Einarssyni, Oddnýu G. Harðardóttur og Guðjóns S. Brjánssyni, snýst um persónukjör þvert á flokka.

Ef frumvarpið væri samþykkt gætu kjósendur kosið einstaklinga sama á hvaða listum þeir eru og færi atkvæðavægið eftir þeim fjöldi atkvæða sem viðkomandi gæfi í kosningunum.

Kjósendur hefðu þrjá möguleika

Myndu kjósendur þá hafa þrjá möguleika í kjörklefanum, að merka við listabókstaf og þá alla sem eru á þeim lista, að merkja við einn frambjóðanda og myndi þá akvæðið nýtast þeim lista sem viðkomandi er á.

Í þriðja lagi myndi kjósandi svo geta skipt atkvæði sínu á svo magra frambjóðendur sem sem fjöldi þingmanna í viðkomandi kjördæmi segir til um og gæti hann kosið þá af hvaða lista sem hann vildi.