Jón Gunnarsson samgönguráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári að því er kemur fram í Morgunblaðinu . „Það er í mín­um huga mik­il­vægt að hefja sóma­sam­lega upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir farþega og starfs­menn í Vatns­mýri,“ er haft eftir ráðherranum.

Jón hyggst enn fremur skipa starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið og mun hópurinn taka við af Rögnunefndinni. Niðurstaða þeirrar nefndar var sú að Hvassahraun væri heppilegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Fulltrúar ríkisins, Reykjavíkur og Icelandair áttu sæti í Rögnunefndinni, en samgönguráðherra vill að fulltrúar landsbyggðarinnar taki jafnframt sæti í nýja starfshópnum.