Dmitrí Rogozín, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, hefur farið þess á leit við sendinefnd Rússa á flugsýningunni í Farnborough að hún snúi aftur heim. Beiðnin birti hann á Twitter-síðu sinni í kjölfar þess að breska utanríkisráðuneytið sagði Rússa ekki á lista yfir þá sem boðið hafi verið á flugsýninguna í mótmælaskyni við innlimun Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í Úkraínu.

Flugsýningin í Farnborough hófst í dag.

Bretar og ESB hafa beitt þvingununum í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga og hefur Rússum m.a. verið bannað að kaupa breskar flugvélar.