Forseti Tyrklands, RecepTayyp Erdogan, bað á laugardaginn Tyrki um að skipta því sparifé sem þeir eiga í erlendum gjaldmiðli yfir í lírur en til þess að styrkja gjaldmiðilinn.

Erdogan kom fram á fundi í borginni Erzurum, þar sem hann bað stuðningsmenn sína um að kaupa lírur en þingkosningar fara fram í Tyrklandi þann 24. júní næstkomandi.

Líran lækkaði umtalsvert í síðustu viku en hún hefur veikst um 20% gagnvart bandaríkjadollara það sem af er þessu ári.