Er ójöfnuður í sjálfu sér slæmur og hvert ætti að vera endamarkmiðið – ætti að miða að fullkomnum jöfnuði?

„Nei það hefur aldrei verið stefna okkar, að það sé hægt eða sérstaklega fýsilegt. Ójöfnuður verður alltaf mjög afstæður og að sumu leyti er þetta upplifun, að þú sérð muninn á tækifærum í því hvað fólk getur leyft sér. Við erum með aðstæður núna, þar sem við erum kannski komin í efri stig millitekna, að fólk er í vandræð­ um með að bjóða börnunum sínum upp á öryggi í húsnæðismálum og á kannski í vandræðum með að bjóða þeim í sumarfrí. Við þetta verður félagslegt umrót og þetta er viðkvæmasti og erfiðasti partur ójafnaðar. Þetta hefur það í för með sér að neðstu 35-40% þjóðarinnar eru í vandræðum með það að byggja upp eitthvað sem við gætum kallað mannsæmandi líf," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

„Þegar menn sjá síðan að það er ekki talið hægt að koma til móts við okkar félagsmenn með fimm til sex milljarða í félagslegt húsnæð­iskerfi, en á sama tíma var talið í lagi að lækka auðlegðarskattinn um tíu milljarða, sem er lagður á þá sem eiga meira en 200 milljónir í eignum er ekki nema von að menn spyrji sig hvort það sé eitthvert samhengi í þessu."

„Sjávarútvegurinn hefur aldrei grætt eins mikið og menn lækkuðu skatta þar um 15 milljarða. Var einhver sérstök þörf á því að lækka skattbyrði á Granda og Samherja, eða þessi stóru fyrirtæki sem eru að græða sem aldrei fyrr? Var þetta í einhverjum forgangi í samræð­ unni í samfélaginu, miðað við það sem er að gerast með heilbrigðiskerfið eða menntakerfið? Þetta kalla ég bara aukinn ójöfnuð og við höfum gagnrýnt þessa ríkisstjórn mjög harkalega fyrir það.“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .