Bandaríska eignarstýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors náði á dögunum samningum við Novator um kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Nova. Hugh S. Short, stofnandi og forstjóri Pt Capital, móðurfyrirtækis Pt Capital Advisors, segir Ísland eftirsóknarverðan markað fyrir erlenda fjárfesta um þessar mundir þrátt fyrir hátt gengi krónunnar og gjaldeyrishöft.

Hann segir fyrirtækið stefna að frekari fjárfestingum hér á landi og vonast til samstarfs við innlenda fjárfestingaraðila, hvort sem það verði lífeyrissjóðir eða aðrir sjálfstæðir fjárfestar. Pt Capital er með aðsetur í Anchorage, Alaska, og leggur megináherslu á fjárfestingar á norðurslóðum. Félög innan Pt Capital sameina viðskiptasambönd sín og sérþekkingu í fjármálum til að fjárfesta í tækifærum í Alaska, norðanverðu Kanada, á Grænlandi og Íslandi. Nova er fyrsta fjárfesting Pt Capital Advisors hér á landi. Að sögn Hughs hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið töluverða undirbúningsvinnu hér á landi undanfarin þrjú ár með það fyrir augum að koma sér upp nauðsynlegu tengslaneti og gera sér betur grein fyrir fjármálamarkaðnum, hagkerfinu, menningunni og þeim fjárfestingartækifærum sem landið býður upp á.

Íslenska knattspyrnulandsliðið stærsta hindrunin

Hvernig hefur gengið að ganga frá kaupunum á Nova undanfarinn mánuð?

„Við erum um þessar mundir að ganga frá endanlegri fjármögnun kaupanna í samstarfi við Íslensk verðbréf. Við gerum ráð fyrir að gengið verði frá öllum lausum endum fyrir árslok,“ segir Short.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn tölublöð.