*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 10. janúar 2014 07:56

Vill gera Naustið að gistiheimili

Karl Steingrímsson í Pelsinum hefur sótt um að breyta Naustinu. Hann segir Naustið ekki verða lúxushótel.

Ritstjórn
Kalli í Pelsinum.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Karl Steingrímsson, löngum kenndur við Pelsinn, hefur sótt um að fá að breyta Naustinu við Vesturgötu í Reykjavík í gistihús með veitingahúsi í kjallara. Karl segir í samtali við Morgunblaðið að nokkrir einstaklingar hafi komið að máli við sig og viðrað hugmyndir um 40 herbergja hostel í Naustinu og samliggjandi húsum við Vesturgötu 6 til 10a. Allt að 300 gestir gætu verið í húsinu. 

Karl á félagið Kirkjuhvoll ehf sem stendur að framkvæmdinni. 

Í Morgunblaðinu segir að veitingahlusinn yrði í kjallara Naustsins. Karl útilokar ekki að það geti tekið breytingum. 

„Þetta yrði ekkert lúxushótel en það verður vandað til alls. Staðsetningin er líka frábær og mikil uppbygging á þessu svæði,“ segir Karl og bendir á að húsið falli mjög vel að þessari nýju starfsemi.