Rétt væri að hækka lífeyrisaldur upp í sjötugt  og hafa sveigjanlegt kerfi, segir Pétur H. Blöndal tryggingastærðfræðingur og þingmaður. Hann segir nauðsynlegt að hækka lífeyrisaldur í áföngum til að mæta auknum kostnaði við umönnun og yfirvofandi lífeyrisskriðu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Almennur eftirlaunaaldur er 67 ára á Íslandi en 65 ára hjá opinberum starfsmönnum.  „Fólk sem nú er sjötugt er miklu sprækara en fólk var á þeim aldri fyrir til dæmis þrjátíu árum. Lausnin felst í því að hækka lífeyrisaldur, láta fólk vinna lengur. Það er jákvæð aðgerð,“ segir Pétur.

Þórey S. Þórðardóttir segir Íslendinga vera betur í stakk búna en margar aðrar þjóðir til að takast á við breytta aldurssametningu. Sýnd hafi verið mikil fyrirhyggja með því að byggja lífeyrissjóðakerfið á sjóðasöfnun.