Barack Obama Bandaríkjaforseti áætlar að mæla sérstaklega fyrir því að Bretar haldi sér innan Evrópusambandsins. Þetta staðfestir formaður utanríkisnefndar Bandaríkjaþings en Guardian greindi frá þessu í dag. Vill Obama vara við því að möguleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á næsta ári gæti haft verulega slæmar afleiðingar fyrir alla heimsálfuna.

Óttast er bæði í Washington og í London að inngrip Obama í málið gæti haft þveröfugar afleiðingar ef ekki væri farið nógu gætilega að málinu. Aðkoma hans miðast að öllum líkindum á því að einblína á mikilvægi þess að Evrópusambandsríkin standi saman vegna flóttamannavandans í álfunni og vaxandi pólitískrar ólgu frá Rússlandi.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian .