*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 18. júní 2008 10:07

Vill leyfa olíuborun úti fyrir ströndum Bandaríkjanna

Ritstjórn

George Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti í dag bandaríska þingið til að afnema bann við olíuborunum á sjó. Bush vill koma til móts við neytendur sem hafa fengið sig fullsadda á síhækkandi olíuverði, en um leið mun þessi bón hans fara í taugarnar á umhverfisverndarsinnum, samkvæmt frétt Reuters. Bush segir að það að opna á olíuborun fyrir utan austur- og vesturströnd Bandaríkjanna gæti útvegað um 18 milljarða olíutunna. Hingað til hefur slík borun verið bönnuð. Það magn sem menn telja að ná megi úti fyrir ströndum Bandaríkjanna gæti hins vegar uppfyllt eftirspurn Bandaríkjamanna eftir olíu í 2 ár, en það tæki meira en áratug að finna olíuna og vinna hana. Repúblikanar hafa viljað afnema bann við olíuborun  úti fyrir ströndum Bandaríkjanna, en Demókratar eru á móti slíku afnámi vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Auk þess segja Demókratar að afnám bannsins muni hafa lítil áhrif á olíuverð til skamms tíma.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim