Það væri til bóta fyrir húsnæðismarkaðinn hér á landi ef sett væru lög um markaðssetningu íbúðalána. Sigurður Erlingsson, framkvæmdarstjóri Íbúðalánasjóðs segir að hann óttist að áhætta í húsnæðiskerfinu aukist sökum endurskoðunarákvæða á óverðtryggðum lánum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Hann er hlynntur því að ÍSland fylgi fordæmi margra Evrópuþjóða sem hafi sett lög um húsnæðislán í anda laga um neytendalán.

Þar kemur einnig fram að Sigurður telji áhættuna felast í tíðum endurskoðunarákvæðum sem gera það að verkum að vextir lánanna breytist hratt í takt við markaðsvexti. Þannig geta þeir lent í vandræðum sem hafa spennt bogann hátt.