Warren Buffett virðist ánægður með núverandi stjórn Wells Fargo & Co. Berkshire Hathaway fer a.m.k fram á að núverandi stjórn bankans verði endurkjörin.

Berkshire er stærsti einstaki hluthafi Wells Fargo, en félagið á um 10% af hlutafé bankans.

Ákvörðun Buffetts er ekki óumdeild enda varð bankinn fyrir verulegu tjóni þegar upp komst að starfsmenn bankans voru fengnir til þess að stofna reikninga fyrir viðskiptavini án vitundar þeirra.

Hneykslið hefur haft veruleg áhrif á afkomu félagsins.