*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 27. nóvember 2014 16:20

Vill samstarf ríkis og einkaaðila um byggingu spítala

Þorkell Sigurlaugsson segir að aðkoma einkaaðila að byggingu nýs Landspítala myndi minnka líkur á framúrkeyrslu.

Ritstjórn
Þorkell Sigurlaugsson.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í félagasamtökunum Spítalinn okkar, segir að rök fyrir byggingu nýs Landspítala séu klár, en svara þurfi spurningunni um hvernig best sé að fjármagna verkefnið.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir hann að margar ríkisframkvæmdir hafi farið langt fram úr áætlunum, þannig að stóra verkefnið sé ekki bara að fjármagna bygginguna, heldur að tryggja að hún verði nokkurn veginn á kostnaðaráætlunum. „Það er hættulegt ef þetta er ríkisframkvæmd sem er háð fjárlögum á hverju ári. Hætt er við því að menn fari að skera niður á einhverjum tímapunkti og að framkvæmdin dragist, með tilheyrandi kostnaðarauka. Það er mjög mikilvægt að þetta klárist á réttum tíma. Við viljum þess vegna að að verkefninu komi samstarfsaðilar, sem vinna með ríkinu innan sjálfstæðs félags til að tryggja að unnið verði samkvæmt áætlunum sem fyrir liggja, en ekki verði verið að breyta áætlunum á byggingartíma.“

Þess vegna segist hann telja hugmyndina um samstarfsframkvæmd ríkis og einkaaðila mjög skynsama. „Þá er líka hægt að fjármagna þetta að hluta til með skuldabréfaútboði og eiginfjárframlagi annarra en ríkisins. Með því móti getur ríkið haldið áfram að lækka skuldir sínar.“

Hann segir að kostnaður við nýja spítalabyggingu verði um 50 milljarðar króna, tækjakaup um 13 milljarðar og kostnaður við að breyta gamla Landspítalanum um 13 milljarðar króna. „Á móti kemur að hægt væri að selja Borgarspítalabygginguna að þessum framkvæmdum loknum og kæmi það á móti. Framkvæmdin sjálf dreifist yfir nokkur ár og kostnaðurinn sömuleiðis. Á næsta ári yrði kostnaður um hálfur milljarður og um tveir milljarðar árið 2016. Kostnaðurinn er mestur á ári árin 2018-2020, eða um 11 milljarðar á ári og framkvæmdfinni lýkur árið 2021. Þetta er því alls ekki óviðráðanlegt verkefni.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim