Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill skoða aukna samvinnu ríkis og einkaaðila í innviðaframkvæmdum. Þetta kom fram á fundi um PPP verkefni (e. Public Private Partnerships) sem haldinn var á vegum Deloitte á Íslandi í gær. Þar voru slík verkefni kynnt og Ólöf telur að samstarf af þessu tagi gæti verið raunhæfur möguleiki fyrir Ísland.

Ólöf benti enn fremur á hina miklu þörf fyrirfjárfestingu á innviðum og þá sérstaklega þegar kemur að vegaframkvæmdum. Ólöf telur að mikilvægt sé að hætta því sem hún kallar„bútasaum í vegagerð“ og leggja áherslu á að horfa til lengri tíma. Að mati ráðherra sé uppsöfnuð þörf á framkvæmdum um 50-60 milljarðar króna. Nú þegar hefur vinna sérfræðingahóps um uppbyggingu vegakerfisins hafist.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .