Vegna þróunar á fasteignamarkaði hafa fasteignagjöld heimila og fyrirtækja hækkað töluvert undanfarin misseri.

„Þótt hækkun fasteignamats haldist stundum í hendur við hækkun tekna þá er engin trygging fyrir því að svo sé,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í bók Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, sem var að koma út. „Það getur haft þær afleiðingar að án þess að fólk hafi mikið meira á milli handanna hafi fasteignagjöldin, vegna einhverrar stöðu sem kemur upp á fasteignamarkaði, hækkað mjög verulega.

Þetta hefur aukið skattlagningu og á síðustu árum erum við með mjög skýr dæmi um að þetta bitnar með mjög ósanngjörnum hætti á mörgum. Ég held að það sé full ástæða til að skoða þetta. Ef við ætlum að breyta þessu þá þarf að gera það í samhengi við tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“

Nánar má lesa um málið í bókinni 300 stærstu sem Frjáls verslun var að gefa út. Hægt er að kaupa bókina hér .