Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vill skoða hvort ekki eigi að leggja landsdóm niður

23. apríl 2012 kl. 18:23

Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir dóminn yfir Geir H. Haarde hafa komið sér á óvart.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vill endurskoða lög um landsdóm og skoða hvort ekki beri að leggja dómstólinn niður. Í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins segir hún stjórnvöld hafa tekið á þeim atriðum í stjórnsýslunni sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur fyrir.

Jóhanna var í hópi þeirra sem vildi ekki ákæra Geir H. Haarde. Hún segir dóminn hafa komið sér á óvart, henni hafi þótt ákæruatriðin þess háttar að ekki hefði átt að leggja þau í dóm.Allt
Innlent
Erlent
Fólk