*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 22. júní 2015 17:28

Vill skoða sameiginlegt fjármálaráðuneyti evruríkja

Jean-Claude Juncker segir að sameiginlegt fjármálaráðuneyti evruríkjanna gæti orðið að veruleika fyrir 2025.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker vill að evruríkin stígi skref í átt að nánara fjárhagslegu samstarfi, sem gæti endað með sameiginlegu fjármálaráðuneyti, að því er segir í frétt Bloomberg.

Er þar vísað til skýrslu sem send var út í nafni Juncker og fimm annarra "forseta" Evrópusambandins, þeirra Dunald Tusk, forseta leiðtogaráðs evruríkjanna, Jeroen Dijsselbloem, forseta evruhópsins, Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu og Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins.

Leggja þeir til að ríkisstjórnir einstakra ríkja haldi áfram valdi yfir skattlagningar- og útgjaldaákvörðunum, en að „sumar ákvarðanir verði í auknum mæli að taka sameiginlega,“ og að asameiginlegt fjármálaráðuneyti gæti orðið nauðsynlegt fyrir árið 2025.