*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 11. september 2017 07:59

Vill skýringar á gengissveiflum

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur það til bóta ef að almenningur fengi meiri upplýsingar um gengi íslensku krónunnar.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að Seðlabankinn hafi óvenju viðamiklar og upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti. Að mati Jóns Bjarka, væri það til bóta ef að upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti væru birtar reglulega. Umtalsverðar sveiflur hafa verið á gengi íslensku krónunnar frá afnámi hafta – en árlegar sveiflur á gengisvísitölu krónunnar eru 15% á fyrstu átta mánuðum ársins. Hægt er að lesa um málið hér. 

Aðalhagfræðingurinn bendir á að á gjaldeyrismarkaði gildi ákveðnar reglur og því sé það skiljanlegt að takmörk séu sett fyrir hvað er hægt að birta ítarlegar upplýsingar. Jón Bjarki telur þó gegnsæi í þessum efnum væri mikilvægt mál fyrir íslenskt samfélag. „Þetta gildir í raun um okkur öll sem búum hér á Íslandi að þær upplýsingar sem við getum haft aðgang að um gengi gjaldmiðilsins og skipta miklu máli fyrir afkomu fyrirtækja, heimila og allra í landinu, að allar upplýsingar sem stætt er á að gefa opinberar komi fram,“ segir Jón Bjarki.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim