*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 13. ágúst 2017 10:51

Vill vettvangsheimsókn í Helguvík

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segir íbúa hafa búið við verulegan skort á lífsgæðum vegna mengunar frá verksmiðjunni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, hefur sent frá sér beiðni þess efnis að umhverfis- og samgöngunefnd fari í vettvangsheimsókn í verksmiðju United Silicon í Helguvík, sem allra fyrst. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Segir hann íbúa sveitarfélagsins hafa búið við verulegan skort á lífsgæðum vegna mengunar frá þessari verksmiðju og kalla eftir aðgerðum. Segir hann að það hljóti að vera skylda nefndarmanna að kynna sér aðstæður á vettvangi.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur lýst sig reiðubúinn til að taka á móti nefndinni.

Stikkorð: Helguvík Píratar United Silicon