Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vill vinstri sinnaðan Framsóknarflokk

Huginn og muninn
11. ágúst 2012 kl. 08:45

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson furðar sig á því að samfylkingarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson hafi ekki fundið sig í Framsóknarflokknum.

 

Grein Jóns Sigurðssonar, fyrrv. iðnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins, vakti nokkra athygli í vikunni. 

Í greininni birtir Jón sína eigin skilgreiningu á Framsóknarflokknum auk þess sem hann bætir við hugleiðingum um stöðu og horfur flokksins fyrir komandi vetur. 

Í stuttu máli má segja að Jón vill að Framsóknarflokkurinn sé Evrópusambandssinnaður, félagssinnaður og frjálslyndur vinstriflokkur sem m.a. hefði betur samþykkt Icesave-samningana en verið á móti. 

Til merkis um harðneskju og þröngsýni flokksforystunnar vísar Jón m.a. til þess að samfylkingarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson hefði ekki fundið sig í flokknum. 

Ætli stuðningsmenn Framsóknarflokksins til áratuga, þá helst af landsbyggðinni, séu sammála Jóni um þetta allt saman? Allt
Innlent
Erlent
Fólk