Komi til verkfallsaðgerða af hálfu SFR mun það þýða lokun vínbúða og dreifingarmiðstöðvar ÁTVR. Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Morgunblaðið .

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá SFR mun standa yfir til 27. september næstkomandi. Flestir starfsmanna Vínbúðanna eru félagsmenn í SFR og myndi verkfall þvi þýða lokun.

ÁTVR framleiðir einnig íslenskt neftóbak og voru 32 tonn seld á síðasta ári fyrir um 700 milljónir króna. Þeir sem framleiða neftóbakið eru í SFR og færu því einnig í verkfall.