Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 5,3% í mánuðunum júlí til september en það hefur ekki verið lægra síðan á öðrum ársfjórðungi 2008.

Atvinnulausum fækkaði um 103 þúsund og fólk í virkri atvinnuleit eru nú 1,75 milljón manns. Fjölda fólks á vinnumarkaði í Bretlatlandi fjölgaði um 419 þúsund frá fyrra ári.

Sérfræðingar telja þetta vera skýr merki þess að vinnumarkaður í Bretlandi sé að styrkjast, en auk lækkandi atvinnuleysis þá fara laun og kaupmáttur hækkandi