*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 23. júlí 2017 13:46

Vinsældir Macrons dvína

Vinsældum franska forsetans Emmanuel Macron hefur hrakað aðeins tveimur mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu. Yfir helmingur Frakka styður þó forsetann.

Ritstjórn
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
epa

Ljóminn af ríkisstjórn Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, virðist vera að hverfa, ef marka má skoðanakönnun Ifpop fyrir franska dagblaðið Journal du Dimanche. Á milli júní og júlí minnkuðu vinsældir miðjumannsins og fyrrum bankamannsins um 10%, en yfir helmingur Frakka eða 54% styður forsetann. Minnkunin er sú mesta milli mánaða hjá nýjum forseta í landinu frá árinu 1995.

Að sögn Telegraph eru kjósendur í Frakklandi óánægðir með ýmsar fyrirhugaðar umbætur auk skorts á gagnsæi, en Macron neitar að ræða við fjölmiðla. Macron hefur sætt talsverðri gagnrýni frá því að hann tók við sem forseti, en meðal annars hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt niðurskurð í fjárlögum, einkum í varnarmálum, sem leiddi til yfirsagnar yfirhershöfðings franska hersins. Þá studdi Macron einnig umdeild lög sem gera hluta neyðarlaga varanlega.

Macron varð óvænt sigurstranglegasti frambjóðandinn skömmu fyrir kosningar. Í seinni umferð kosninganna þann 7. maí vann hann þægilegan sigur á Marine Le Pen, frambjóðanda Front National. Hann hefur setið í embætti forseta í um tvo mánuði.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim